þriðjudagur, október 03, 2006

Flutt!

Nýja heimilið er hér...heitir annars habbakriss.bloggar.is! Gasalega fínt!

laugardagur, september 09, 2006

Rockstar

Verður maður ekki að vera með í máli málanna á klakanum? Ég hef fylgst með þessum þáttum frá byrjun, hafði afskaplega gaman af Rockstar INXS sem var í fyrra og missti ekki af þætti. Finnst þetta eiginlega skemmtilegri þættir en Idol, það kunna nefnilega allir þarna að syngja, húsbandið er magnað og lagavalið er oftast mjög skemmtilegt. Nokkrar frammistöður hafa verið ansi góðar og er ég búin að downloda nokkrum þeirra inn á ipodin minn. Hér eru hápuntar Rockstar-þáttanna að mínu mati.... ekki í neinni sérstakri röð.

Marty Casey
Hann var uppáhaldsþáttakandi minni í fyrra, finnst frumsamda lagið hanns Trees ansi gott og ég hlusta alltaf á það fyrir leiki. Svo tók hann Britney vel. Hér er Marty.

Myg Ayesa
Lennti í 3 sæti í fyrra, Ástrali sem átti stórleik þegar hann tók Baby I Love Your Way.
Gjörið þið svo vel

JD Fortune
Sigurvegari frá því í fyrra. Tók fyrst eftir honum þegar hann tók Californina Dreaming. Held að þetta sé uppáhalds flutningur minn í keppninni.

Jordis Unga
Var oft á tíðum alveg ótrúleg. Tók Lennon frábærlega þarna.

Dilana
Gert margt vel en einhv hluta vegna fíla ég Time After Time best hjá henni.

Magni
Maður getur ekki sleppt honum, þetta var geðveikt hjá honum, hann má eiga það!

Annars er ég komin heim frá Bene, ferðasaga kemur kannski síðar. Það helsta er að Habba Kriss er þeldökk.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Topp fimm

Það vita kannski ekki allir en ég hef afskaplega gaman að tónlist. Ég get dundað mér heilu kvöldin ein og hlustað á tónlist. Nú ligg ég veik heima er með magakveisu. Eins gott að klóið sé á næstu hönd :) Þá er lítið annað að gera en að liggja í keng og hlusta á tónlist. Ákvað svona af tilefni af því að búa til topp 5 lista. Bestu lög ever að mínu mati. Ef ég væri í öðruvísi skapi þá væri þessi listi allt öðruvísi. Ef það væri annar dagur þá væri þessi listi öðruvísi. Sennilega eru þetta bestu lög ever... á þessu mómenti. Það er reyndar mótsögn í sjálfum sér... en hvað um það.
Glöggir lesendur hafa sennilega tekið eftir því að þetta eru fleiri en fimm lög. Ég gat bara ekki haldið mig við regluna mína. Það var of erfitt.
Hér er þetta.... í engri sérstakri röð

Pink Floyd – Wish You Were Here
Pink Floyd er algjörlega geðveikt band. Þetta lag er eitt af þeirra bestu. Lagið er um eða kannski frekar til Sid Barret sem dó á dögunum. Sid þessi var upphaflega í Pink Floyd en hætti aðalega vegna geðveilu skilst mér. Sagan segir að hann hafi verið með geðklofa. (svona fyrir sálana þá var hann catatónískur geðklofi, sem er slæmt upp á sviði)

The Who – Pinball Wizard
Þegar ég var í 8. eða 9. bekk var söngleikurinn Tommy settur á svið af veslingum. Ég fékk frímiða og skemmti mér konunglega. Það sem meira var, var að tónlistinn heillaði mig gjörsamlega. Frá því hef ég verið Who aðdáandi. Mörg Who lög komu til greina en ég vel þetta því það var fyrsta lagið sem ég fór að hlusta á með Who. Var það ekki aðallagið í Tommy?
Ein létt Who spurning. Hver lék Tommy þegar söngleikurinn var settur síðast upp hér á landi.
Vísbending 1. Hann er fyrrverandi íþróttafréttamaður
Vísbending 2. Hann er nú fjölmiðlafulltrúi stórfyrirtækis
Vísbending 3. Bróðir hans er afar liðtækur íþróttamaður.

Police – Every Breath You Take
Agalega flott lag. Police eru snild, sem og Sting. Margir telja þetta lag vera hugljúft ástarlag en svo er alls ekki. Þetta lag er eiginlega um stokker s.b.r. Every breath you take, every move you make I´ll be watching you! Þannig ekki láta spila það í brúðkaupinu ykkar.

David Bowie – Life On Mars
Bowie á mörg frábær lög en mér finnst þetta það lang besta. Eitthvað svo flott við það hvernig það hækkar upp. Ég sló einu sinni um mig með þessu lagi. Var að skrifa ritgerð í FB um líf á mars. Ritgerðin hófst svona: David Bowie syngur... svo kom textinn! Svoldið súrt.

Beatles - A Day In Life
Bítlanir eru mitt all time uppháld. Þeir eru meira að segja stofustáss hjá mér. Hefði svo getað verið öll þeirra lög hérna. A Day In Life er þó alveg sérstakt. Svo er það hringitóninn minn.

Beach Boys – Good vibration
Er svoldið að uppgötva strandarstrákana upp á nýtt. Fyrri uppgötvun var þó ekki merkileg. Ég hlustaði óhóflega á lagið Kokomo þegar ég var svona 9 ára. Á sama tíma horfði ég full oft á Coctail, mér fannst Tom svo sætur.
Mér finnst Good Vibration ansi gott. Reyndar er God only Knows frábært lag líka.
Sir Paul bítill sagði eitt sinn um það lag að það væri eina lagið af þeim lögum sem hann hefur ekki samið sem hann vildi hafa samið.

Coldplay – Fix you
Eina “nýja” lagið á listanum. Eitthvað við það sem heillar mig gjörsamlega. Þetta er það lag sem ég hef oftast spilað á ipodinum mínum.

Bubbi – Syneta
Hef aldrei verið mikið Bubba fan en varð að setja þetta lag hérna inn. Ástæðan er ekki hvað þetta er rosalega gott lag, en textinn, hann er rosalegur. Setjið Bubba á fóninn og hlustið á textann í þessu lagi. Ég lofa gæsahúð.

Led Zeppelin – Stairway to Heaven
Held að það sé óþarfi að ræða þetta lag eitthvað.

Eddie Vedder - You've Got To Hide Your Love Away
Þarna coverar Eddie Vedder söngvari Pearl Jam bítlalagið You've Got To Hide Your Love Away. Ég hef afskaplega sjaldan heyrt söngvara covera bítlana vel. U2 gerðu það reyndar vel en annað er afskaplegt rusl finnst mér svona að flestu leiti. Þetta er snild hjá Eddie. Lagið er úr myndinni I Am Sam sem er nú ein af mínum uppáhalds myndum. Sondtrakið úr þeirri mynd er allt bítlacover. Eddie stendur þar upp úr.
Annars þá er Eddie Vedder mikil Sykurmola fan. Mætti á ansi marga tónleika með þeim þegar þeir voru að túra í USA. Á endanum var hann orðin félagi hljómsveitarmeðlima.

Svona fyrst ég er byrjuð að tala um góð lög þá verð ég að benda ykkur á þetta....

...Cynic Guru – Catastrophe
Cynic Guru er íslenskt band með alþjóðlegum keim. Í bandinu eru allavegana tveir útlendingar úr sinfóníuhljómsveit íslands, annar þeirra Roland Hartwell (held að þetta sé skrifað svona) er söngvari og aðalsprauta. Ólafur Hólm sem einhv muna eftir úr Ný Dönsk er trommari. Einar Jóns sem er í Buffi og Dúndurfréttum er líka í þessu bandi. Endilega tékkið á þessu.

Að lokum... koma svo kommenta!

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Komin úr fríi.....orðin smáborgari :/

Ég er komin úr fyrsta sumarfríinu mínu. Ég nýtti það í að gera ekkert. Reyndar þreif ég íbúðina af miklum móð, endurskipulagði myndir á vegnum, bætti nokkrum við. Keypti skrifborð og endurskipulagði fjármálin. Ég horfði reyndar líka mikið á sjónvarpið. Tveir þættir náðu að fanga athygli mína Rockstar supernova og Bev. Hills 90210. Þegar ég áttaði mig á því einn daginn að ég var farin að drífa mig heim af æfingu til þess eins að ná Bev. Hills var mér brugðið. Fyrri kenningar um að ég væri sæmilega vel gefin stelpa með ágætis smekk hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég fyrirgef mér að hafa þótt þetta spennandi sjónvarpsefni þegar ég var 13 ára en það er varla hægt að fyrirgefa 26 ára stelpu að þykja þetta áhugavert. Hef ákveðið að skilgreina þetta sem fíkn. Held að ég sé háð áhyggju- og vonleysissvipnum á Dylan McKay. Ætli það séu til BA samtök? Gæti alveg trúað því að einhv væru háðir tónlist Davids Silvers og enn aðrir flóknum og íþyngjandi vandamálum Brendu Walsh.